Spil

Birt þann 26. júní, 2016 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Ný útgafa af Ticket to Ride inniheldur heimskort og skip!

Ticket_to_ride_01Days of Wonder tilkynnti um daginn nýja útgáfu af hinu sívinsæla og klassíska spili Ticket To Ride.

Nýja útgáfan mun innihalda þrjár stórar breytingar:

  1. Tvíhliða kort sem mun sýna allann heiminn á annarri hiðinni og stærstu vötn Norður-Ameríku.
  2. Leikmenn munu geta byggt skip ásamt höfnum til að tengja saman borgir þvert yfir vötn og höf.
  3. Nýjar tengileiðir milli 3-5 borga sem leikmenn keppast um að klára til að auka stigasöfnun sína til muna

Spilið er fyrir 2-5leikmenn og mun er áætlaður spilatími um 90-120mín. Kassinn mun innihalda 1kort með tvíhliða korti eins og fram kom hér að ofan. 165 lestum, 250 skipum, 15 höfnum, 5 stigapeðum, 140 farmiðum (lestum, skipum, tvöföldum skipum og jókerum), og 120 leiðarspilum (65fyrir heimskortið, 55 fyrir vatnakortið)

Áætlað er að spili komi út í USA í ágúst og í september um heim allann.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑