Fréttir

Birt þann 12. júní, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

E3 2016: Framtíð Star Wars

Eftir lágstemmda kynningu á leiknum Fe sem er hluti af indíleikjaprógrammi EA (sem kallast EA Originals), þá heyrðist hið kunnuglega stef John Williams. Talað var um framtíð Star Wars leikjanna en ekki var mikið um leikjaspilun eða stiklur. Lögð var áhersla á áframhaldandi stuðning við Star Wars Battlefront, Star Wars: The Old Republic og Star Wars: Galaxy of Heroes. Næsta ár kemur Star Wars Battlefront 2 út en sá fyrri sló ekki alveg í gegn hjá leikjaunnendum og þótti frekar þunnur. Kynnirinn tók á þessu með því að segja að EA hafi hlustað á óskir aðdáenda sinna og það verður mun meira hægt að gera í næsta leik. Stefnt er á að ferskur Star Wars ævintýraleikur (Action RPG) komi út árið 2018 sem ekki er mikið vitað um enda á byrjunarreit. Að endingu var spilað vídeóið sem sést hér að neðan:

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑