Bækur

Birt þann 24. júní, 2016 | Höfundur: Erla Jónasdóttir

Bókarýni: Vélmennaárásin – „nær að vekja áhuga barna á forritun“

Bókarýni: Vélmennaárásin – „nær að vekja áhuga barna á forritun“ Erla Jónasdóttir

Samantekt: Spennandi og skemmtileg saga sem nær að vekja áhuga barna á forritun.

4.5

Góð barnabók


Einkunn lesenda: 3.9 (1 atkvæði)

Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður eins og hann er betur þekktur, hélt úti lestrarátaki frá janúar fram í mars 2016 og skrifaði bókina Vélmennaárásin samhliða því. Allir þeir krakkar sem tóku þátt fylltu út sérstakann miða og ef þau lásu þrjár bækur skiluðu þau miðunum inn og dróg Ævar svo nöfn nokkurra krakka út í lok átaksins sem fengu að gerast persónur í bókinni, sem er mjög góð hvatning til þess að fá krakka til að lesa. 8 ára dóttir mín er mikill aðdáandi Ævars og horfir á vísindaþættina með miklum áhuga og núna bíður hún spennt eftir næsta lestrarátaki til að taka þátt. Ævar hefur náð að vekja áhuga krakka á vísindum og lestri og á hrós skilið fyrir vel unnin störf.

Vélmennaárásin fjallar um bernskubrek Ævars, þar segir hann okkur frá einu sumri þegar hann er ellefu ára. Foreldrum hans þótti hann hafa eytt heldur miklum tíma innan dyra í tölvuleikjum svo þau narra hann út í garð með tómum tölvuleikjahulstrum. Úti neyðist Ævar til að sitja í sólbaði og hlusta á útvarpið, en þar heyrir hann tölvuskóla auglýstann. Hann fær foreldra sína til að koma með sér fyrsta daginn og þar byrjar ævintýrið. Ævar eignast góða vini, óvini og kynnist vélmennum. Sagan er spennandi og áhugaverð og heldur manni við efnið. Ég las hana með 8 ára dóttur minni og þrátt fyrir fáar myndir þá hélt hún einbeitingu allan tímann og vildi helst ekki hætta. Skemmtilegast fannst henni að læra um forritun, enda mikil áhugamanneskja um tölvur og tölvuleiki.

Mér finnst frábært að aðalsöguhetjurnar séu góðar í einhverju öðru en íþróttum og eru í rauninni „nördar“, það gefur þeim sem hafa áhuga á tölvuleikjum, forritun eða vísindum einhvern til að líta upp til og sem nær virkilega vel til krakkanna.

Það er frábært að lesa bók sem fjallar um öðruvísi ævintýri og sem kennir krökkunum í leiðinni, meðal annars er fjallað um gervigreind, binary kóða og forritunarmál. Persónur sögunnar eru skemmtilegar og auðvelt er að setja sig í spor þeirra. Mér finnst frábært að aðalsöguhetjurnar séu góðar í einhverju öðru en íþróttum og eru í rauninni „nördar“, það gefur þeim sem hafa áhuga á tölvuleikjum, forritun eða vísindum einhvern til að líta upp til og sem nær virkilega vel til krakkanna.

Mér þótti mjög gaman að grípa í bókina eftir annasaman dag og lesa nokkrar kafla fyrir svefninn með dóttur minni. Ég mæli eindregið með því að foreldrar lesi Vélmennaárásina með börnum sínum eða hvetji börn sín til þess að lesa hana sjálf.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑