Leikjarýni

Birt þann 5. maí, 2016 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: Home – „eflaust ekki fyrir alla“

Leikjarýni: Home – „eflaust ekki fyrir alla“ Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Home er eflaust ekki fyrir alla, en fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi sem skilur eitthvað eftir sig þá eru góðu fréttirnar þær að leikurinn kostar ekki mikið.

3

Óvenjulegur


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Home er stuttur og einfaldur leikur frá árinu 2012 eftir Benjamin Rivers. Leikurinn er fáanlegur á PS4, PSVita, Steam (fyrir bæði PC og Makka) og iOS stýrikerfið (iPhone/iPad).

Leikurinn minnir mann á þessa gömlu ævintýraleiki sem studdust við texta. Grafíkin endurspeglar það líka. Takmarkið er einfalt, að koma sér heim. Maður rankar við sér í ókunnugu húsi og man ekkert hvernig maður komst þangað. Maður finnur strax vasaljós við hlið sér og rambar á blóðugt lík. Honum líst ekkert á blikuna og vill ólmur komast heim til konunnar sinnar, Rachel.

Maður ferðast milli staða og reynir að púsla saman hvað gerðist á leiðinni heim. Sem er hægara sagt en gert því það er spilarinn sem þarf að ákveða hvað gerðist eiginlega.

Maður ferðast milli staða og reynir að púsla saman hvað gerðist á leiðinni heim. Sem er hægara sagt en gert því það er spilarinn sem þarf að ákveða hvað gerðist eiginlega. Fyrir svona stuttan og einfaldan leik þá er hægt að spila hann nokkrum sinnum því það er auðvelt að missa af svæðum og þegar maður er kominn yfir á nýtt svæði þá er ekki hægt að komast til baka.

Home_02

Undirritaður er ennþá að hugsa um leikinn og hvað gæti hafa gerst því þetta er allt mjög opið. Fyrsta skiptið tekur um 90 mínútur ef maður skoðar hvern krók og kima; þegar rennt er í gegnum leikinn aftur þá tekur þetta talsvert styttri tíma. Það jafnast ekkert á við fyrsta skiptið sérstaklega ef það er spilað í myrkri með hljóðið hækkað lítillega þar sem hljóðið er notað á sparlegan hátt.

Home er eflaust ekki fyrir alla, en fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi sem skilur eitthvað eftir sig þá eru góðu fréttirnar þær að leikurinn kostar ekki mikið.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑