Leikjarýni

Birt þann 16. maí, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

Leikjarýni: Battleborn – „ekki týpískur MOBA leikur“

Leikjarýni: Battleborn – „ekki týpískur MOBA leikur“ Steinar Logi

Samantekt: Það er margt gott við Battleborn (PS4) en hann er langt frá því að vera gallalaus og hann hefði grætt á því að vera smá tíma í viðbót í þróun.

3.5

Skemmtilegur


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Battleborn er nýjasta afurð Gearbox software sem eru þekktir fyrir Borderlands leikina og eru núna að hasla sér völl á MOBA markaðinum (Multiplayer Online Battle Arena sem eru leikir eins og League of Legends og DotA).

Það er mikið að gerast á þeim markaði um þessar stundir og þá ber helst að nefna að Overwatch frá Blizzard kemur út seinna í þessum mánuði.

Þetta er ekki týpískur MOBA leikur, til þess er hann of líkur Borderlands leikjunum og er spilaður í fyrstu persónu, þannig að þetta er blanda af MOBA og FPS. Margir halda að Overwatch og Battleborn séu mjög líkir en það er í raun bara á yfirborðinu. Báðir hafa fjöldann allan af hetjum, 25 stykki í BB og 21 í Overwatch en það er munur á spiluninni sjálfri. Taktík og reynsla sem kemur með tíma er nauðsynleg í BB og hann er erfiðari en Overwatch á meðan Overwatch virðist leggja meiri áherslu á að vera aðgengilegri.

Battleborn_02

Styrkleiki Battleborn eru hetjurnar sem eru mjög fjölbreytilegar og hver með sinn bardagastíl.

Styrkleiki Battleborn eru hetjurnar sem eru mjög fjölbreytilegar og hver með sinn bardagastíl. Í hverjum leik færðu reynslustig og getur farið upp í styrkleika 10 (level) og það breytir miklu. Þegar hetjan styrkist þá þarf að velja um tvo eiginleika. Sem dæmi þá er Montana, vöðvamikill skógarhöggsmaður, með „Minigun“ – hann þarf að velja hvort hann fái smátt og smátt líf þegar byssan er heit eða köld. Þetta er nokkuð sniðugt því að ef hún er heit þá er hann stanslaust í sókn en annars ekki og þá er hann kannski að taka mið af því hvort það sé einhver í liðinu sem getur læknað hann. Þetta er bara eitt dæmi af fjöldamörgum. Einnig styrkjast hetjurnar smátt og smátt eftir því sem spilað er meira sem og prófíllinn sjálfur (sama hvaða hetjur þú spilar) hækkar þitt „command rank“ smátt og smátt).

Það er endalaust af bónusum og áskorunum og þar sem þetta er Borderlands leikur þá er „loot“ til staðar þ.e.a.s. hlutir sem maður fær fyrir að berjast og getur sett á karakterinn sinn. Þetta virkar þannig að maður safnar kristalsbrotum eða “shards” í leiknum og virkjar svo þessa hluti gegn gjaldi en einnig er hægt að nota þennan gjaldmiðil til að búa til varnarbyssur á ákveðnum stöðum (eins og tower defense) eða til að láta vélmenni fylgja þér tímabundið.

Battleborn_03

Það er samt sorglegt hversu ófyndin hún er því að Gearbox er þekkt fyrir góðan húmor en hérna eru þeir greinilega að höfða til yngri hóps.

Leikurinn skiptist í 8 söguborð og 3 tegundir af fjölspilunarleikjum eins og er. Sagan sjálf er mjög óspennandi enda skiptir hún kannski ekki meginmáli. Það er samt sorglegt hversu ófyndin hún er því að Gearbox er þekkt fyrir góðan húmor en hérna eru þeir greinilega að höfða til yngri hóps. Raddleikararnir, sem eru margir fínir, er greinilega leikstýrt þannig að allir eru öskrandi og ýktir og þetta verða bara læti. Leikurinn er frekar erfiður og sérstaklega ef maður reynir að spila söguna einn. Hlutirnir geta orðið óþarflega erfiðir í sögunni, stundum þarf maður bara að gleyma sér í augnablik og þá eru 40 mínútur (sem er meðaltími fyrir borðin en þau geta alveg farið upp í klukkutíma) farnar í súginn þegar vélmennið sem þú átt að verja drepst á nokkrum sekúndum. Síðan eru borðin ekkert alltaf vel hönnuð, maður getur fest sig í í landslaginu eða hrapað ofan í grimmilega staðsett hyldýpi. En þetta verður auðveldara því oftar sem maður spilar sömu borðin því maður er verðlaunaður fyrir að klára þau fljótt og vel.

Það er margt gott við Battleborn (PS4) en hann er langt frá því að vera gallalaus og hann hefði grætt á því að vera smá tíma í viðbót í þróun en hugsunin hefur kannski verið sú að koma honum út á undan Overwatch sem stefnir í að verða risinn á markaðinum.

Það er margt gott við Battleborn (PS4) en hann er langt frá því að vera gallalaus og hann hefði grætt á því að vera smá tíma í viðbót í þróun en hugsunin hefur kannski verið sú að koma honum út á undan Overwatch sem stefnir í að verða risinn á markaðinum. Eitt það versta er að smákortið (minimap) er ekki nógu vel hannað, sérstaklega þegar tveir eru að spila á staðnum (co-op) en þá tekur þetta kort fáránlega mikið af skjánum, það mikið að það er ekki hægt að lesa lýsingar á eiginleikum sem maður þarf að velja í miðjum leik! Þetta er vonandi eitthvað sem verður lagað seinna. Einnig eru leikirnir, eins og áður var nefnt, óþarflega langir og það er ekki hægt að setja á pásu í miðjum söguleik því að heimurinn heldur áfram og ef maður finnur sér skjól þá hreinlega slitnar tengingin eftir ef maður er of lengi frá. Það er líka óþægilegt að geta ekki skipt um hetju í miðjum leik eins og maður er vanur úr öðrum leikjum en hugsanlega eru einhverjar taktískar ástæður bakvið það.

Leikurinn er samt oft skemmtilegur og hann á vonandi eftir að batna því að teymið á bak við hann er enn að vinna í honum, t.d. eiga spilarar að fá ókeypis hetjur í framtíðinni og það koma fleiri fjölspilunarsvæði. Þetta er fínn leikur fyrir yngri spilara sem mega ekki spila CoD og slíka leiki en líka góður fyrir reynda spilara sem vilja áskorun. Það ætti að vera pláss fyrir bæði Overwatch og Battleborn á markaðinum en manni grunar að þessi eigi eftir að falla í skuggann á þeim fyrrnefnda.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑