Greinar

Birt þann 25. apríl, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

EVE Fanfest 2016 samantekt

Dagana 21.-23. apríl var EVE Fanfest hátíðin haldin í Hörpu. Þar fór CCP yfir fortíðina og um leið kynnti það sem framundan er í EVE heiminum. CCP hefur verið hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online sem kom út árið 2003 og er enn í gangi eftir öll þessi ár. Fyrirtækið hefur lagt aukna áherslu á VR undanfarin ár og gaf út EVE: Gunjack í fyrra og EVE: Valkyrie fyrr í þessum mánuði. Einnig kynnti CCP leikinn Project Arena sem er annað VR verkefni sem fyrirtækið er að vinna að um þessar mundir.

Citadel viðbótin

CCP kynnti nýja viðbót við EVE Online sem ber heitir EVE Online: Citadel og í henni geta spilarar byggt nýtt mannvirki sem kallast Citadel sem býður upp á marga nýja möguleika og er eins konar heimili spilarans í EVE heiminum. Mottóið í nýju viðbótinni er: Build your Dreams – Wreck their Dreams, eða byggðu þína drauma – eyðilegðu þeirra drauma.
Lesa meira

Að búa til og þróa EVE: Valkyrie

Á EVE Fanfest var fjallað um sögu, söguheim og tæknilegar hliðar EVE: Valkyrie í erindinu Building the world of Valkyrie. Þar var meðal annars fjallað um VR upplifun spilarans, andlit leiksins og áhrif hljóðs í VR upplifun.

Í erindinu bentu starfsmenn CCP á að stjórnklefi spilarans í leiknum er í raun „hans svæði“ og skiptir þar af leiðandi miklu máli að hafa allt mjög vel unnið svo að spilarinn fái almennilega VR upplifun. Sýndar voru myndir af ýmsum stjórnklefum sem veitti þeim innblástur, þar á meðal stjórnklefar í bílum, í flugvélum, í kafbátum, og gamla góða Wing Commander geimskotleiknum.

Grafíkin í EVE: Valkyrie er virkilega flott en það gleymist oft að hljóðið í leiknum er einnig ákaflega vel unnið. Í leiknum er notast við 3D hljóð svo að spilarinn heyrir nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur.
Lesa meira

Sýndarveruleikinn Project Arena

Project Arena er leikur þar sem spilari kastar diskum í átt að andstæðing sínum sem getur annað hvort reynt að verja sig með sínum eigin disk eins og skildi, eða fært sig úr stað til að verða ekki fyrir vopninu. Í sjálfu sér hljómar það ekki spennandi, en umhverfið sem leikurinn gerist í bætir það umtalsvert og það að þú sért að spila á móti raunverulegum andstæðingi, og það allt í VR.

Það er lögð rík áhersla á að aðrir spilarar eiga að geta fylgst með keppnum og því verður gaman að fylgjast með hvers konar mót eiga eftir að spretta upp þegar leikurinn kemur út, og sjá hvernig tölvuleikjasenan eigi eftir að taka við leiknum.

Við fengum að prófa leikinn.
Lesa meira

EVE Fanfest 2017

EVE Fanfest 2017 hátíðin verður haldin 6.-8. apríl á næsta ári.

Á næsta EVE Fanfest verður CCP fyrirtækið 20 ára og mun fyrirtækið fagna því. Hilmar Veigar tók fram í lokaræðu sinni á EVE Fanfest að hátíðin á næsta ári verður að einhverju leiti öðruvísi en sú sem haldin var í ár vegna afmælisins. Hilmar vildi þó ekki gefa neinar nánari upplýsingar að svo stöddu. EVE Fanfest 2017 hátíðin verður haldin 6.-8. apríl á næsta ári. EVE Fanfest 2017 endaði svo með nýjasta slagara Permaband, innanhúsbandi CCP, sem heitir Wrecking Machine og er notað í stiklunni fyrir Citadel viðbótina.

Myndir frá EVE Fanfest

 

 

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑