Retró

Birt þann 28. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Tölvunördasafnið: Retron 5 skoðuð

Kristinn Ólafur Smárason skrifar:

Yngvi Thor Jóhannsson er maðurinn á bak við Tölvunördasafnið sem er nýtt verkefni sem snýr að því að safna öllu því er viðkemur sögu tölvuleikja saman, og þegar fram líða stundir að reisa safn utanum herlegheitin svo almenningur geti kynnt sér sögu leikjatölvna nánar.

Yngvi setur reglulega saman myndbönd þar sem hann fjallar um og sýnir þá hluti sem berast Tölvunördasafninu. Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir Yngvi Retron 5 Emulator tölvuna sem er fær um að spila tölvuleiki úr Nintendo Entertainment System, Famicom, Sega Mega Drive, Sega Genesis, Super Nintendo, Super Famicom, Gameboy og Gameboy Color, allt í sömu vélinni. Sjón er sögu ríkari. Horfðu endilega á myndbandið og sjáðu þessa mögnuðu græju.

Við mælum einnig með að fylgjast með Facebooksíðu Tölvunördasafnins þar sem nánast daglega eru sýndir nokkrir vel valdir hlutir sem hafa bæst í safnið.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑