Fréttir

Birt þann 19. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Myndband: Leikarar leika í rauntíma í Hellblade

Í þessu magnaða myndbandi úr Hellblade sjáum við hvernig leikarar geta leikið atriði sem gerist í leikjaheiminum í rauntíma. Um er að ræða spennandi tækni sem fleiri leikjafyrirtæki eiga eflaust eftir að nýta sér í auknum mæli í framtíðinni. Hellblade er væntanlegur á PC og PS4 leikjatölvuna síðar á þessu ári. Leikurinn er þróaður af Ninja Theory sem skilgreina leikinn sem „indí AAA“ tölvuleik, þ.e.a.s. leikurinn verður umfangsmikill og vandaður en þó búinn til af sjálfstæðu og fámennu tölvuleikjateymi.

Heimild: PlayStation.Blog

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑