Fréttir

Birt þann 13. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Gunjack væntanlegur á Oculus og Vive

CCP tilkynnti rétt fyrir Game Development Conference (GDC) sem hefst á mánudaginn í San Francisco að leikurinn Gunjack sé væntanlegur fyrir Oculus og Vive sýndarveruleikagleraugun. Oculus Rift sýndarveruleikabúnaðurinn kemur út 28. mars og verður Gunjack þá fáanlegur fyrir þennan nýja útbúnað Oculus VR fyrirtækisins, sem er í eigu Facebook. HTC hefur enn ekki gefið út hvenær Vive búnaður þess verður fáanlegur, en búist er við að það verði síðar á þessu ári.

Gunjack er mest seldi leikurinn á Samsung Gear VR í dag en prufuútgáfa af leiknum var fyrst sýnd á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Leikurinn, sem gekk þá undir nafninu „Project Nemesis“, hlaut góðar viðtökur og ákvað CCP í framhaldinu að þróa verkefnið áfram og úr varð fullgerður leikur. Fanfest fer næst fram í Reykjavík í næsta mánuði, 21.-23. apríl í Hörpu.

 

NÝTT OCULUS/VIVE SÝNISHORN ÚR GUNJACK

Heimild: Fréttatilkynning frá CCP

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑