Leikjarýni

Birt þann 14. ágúst, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjarýni: Rocket League

Leikjarýni: Rocket League Nörd Norðursins

Samantekt: Eldheitar 5 stjörnur, því ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel í leik eins og þessum.

5

Frábær!


Einkunn lesenda: 4.8 (2 atkvæði)

Daníel Páll Jóhannsson skrifar:

Rocket League (PlayStation 4 og PC) er leikur þar hver spilari stjórnar sínum bíl og keppir á móti öðrum spilurum í einstaklingskeppni eða í liði. Spilarar keppast um að keyra á bolta og koma honum í mark andstæðinganna til að ná yfirvöldum yfir geimstöðvum mannkynsins og hljóta titilinn „alheimsyfirvaldasjálfrennireið“, mögulega.

Í leiknum kemur ekki nákvæmlega fram í hvernig heimi þessi leikur gerist, þannig að hver og einn getur útfært sína eigin baksögu (sama hversu kjánaleg hún getur orðið). En snúum okkur að góðu hlutunum, sem eru ótrúlega margir.

Leikurinn Rocket League er í grunninn fjölspilunarleikur (multiplayer) þar sem spilari tengist netinu og spilar með og á móti öðrum spilurum úti í heimi. Það að finna leik til að tengjast og byrja strax að spila tekur oftast stuttan tíma og er maður oft mjög fljótur að komast í gang eftir að leikurinn er opnaður. Hver leikur tekur 5 mínútur, en tíminn stöðvast þegar mark er skorað eða þegar leikurinn endar í jafntefli þegar tíminn er búinn að telja niður, en þá byrjar bráðabani. Þessi tímalengd er frábær fyrir leik sem þennan þar sem það er þá auðvelt að opna leikinn, taka tvo til þrjá leiki og síðan fara að gera eitthvað annað. Það sem er slæmt er að þessir tveir til þrír leikir enda oftast í  átta eða níu leikjum, því leikurinn er svo svakalega góður að löngunin að taka bara einn stuttan leik í viðbót er mjög sterk. Það geta verið allt að einn á móti einum í leik, og upp í fjórir á móti fjórum.

RocketLeague_01

Í leiknum eru fjölmargir bílar sem hægt er að fá með því að spila leikinn og mæli ég með að prufa þá alla þegar tækifæri gefst og finna þann sem þér þykir bestur. Einnig eru fullt af aukahlutum sem hægt er að fá, til dæmis ný dekk, mynstur á bílinn, skraut á loftnetið (þar á meðal íslenski fáninn!) og margt margt fleira. Til að hreyfa bílinn hefur spilari nokkra mismunandi möguleika en í leiknum eru bílarnir ekki bara með bensíngjöf og bremsur, heldur geta þeir líka hoppað og notað kraftspýtingu (boost) til að ferðast um völlinn á ofurhraða. Bílarnir eru með svo frábært grip að það er öllu líkara að þeir séu með harpix dekk sem klístrast á allt, meira að segja veggi en það er hægt að ferðast nokkuð auðveldlega á veggjunum á leikvöngunum.

Allt er leyfilegt til að hreyfa boltann, ekkert bannað. Það sem gerir leikinn skemmtilegan er að allir hinir eru líka að reyna að ferja boltann inn í markið hjá andstæðingunum, þannig að það eru oft miklir bardagar um boltann.

Þegar kemur að því að færa stjörnuna sjálfa í leiknum, boltann, þá getur spilari keyrt á boltann, hoppað á boltann, flogið á boltann með kraftspýtingu, bakkað á boltann, … þú áttar þig á þessu. Allt er leyfilegt til að hreyfa boltann, ekkert bannað. Það sem gerir leikinn skemmtilegan er að allir hinir eru líka að reyna að ferja boltann inn í markið hjá andstæðingunum, þannig að það eru oft miklir bardagar um boltann.

RocketLeague_03

Það að ná að skora mark í leiknum er frábær upplifun, að maður tali nú ekki um að ná að verja gott skot frá andstæðingnum. Það er sérstaklega frábært að spila með vinum eða kunningjum og skipuleggja sig smá, og þá hjálpar til að notast við spjallforrit til að tala saman. En það er algjör aukabónus við leikinn og ég tel það alls ekki nauðsynlegt til þess að njóta Rocket League.

Rocket League býður líka upp á að spila í einspilun á móti tölvunni og þótt að það geti verið allt í lagi, þá er fjölspilunin þar sem galdrarnir liggja. Ég mæli með að spila þrír á móti þrem, þar finnst mér leikurinn skína sérstaklega vel.

RocketLeague_02

Ég mæli svakalega mikið með að skoða Rocket League og prufa hann. Ef einhver af vinum eða kunningjum þínum er að spila leikinn þá ekki hika við að kaupa hann og stökkva með félaganum í leik því það er ótrúleg skemmtun. Síðan má ekki gleyma að leikurinn styður allt að fjóra á sama skjá (splitscreen). Já, meira að segja á PC ef þú ert með fjarstýringar fyrir það. Það er frábært að geta setið með liðsfélaga þínum og berjast í gegnum netheima við andstæðinga. Fyrir leik sem kostar ekki meira en þetta, þá eru þetta eldheitar 5 stjörnur, því ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel í leik eins og þessum.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑