Fréttir

Birt þann 16. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Allt það helsta frá EA

Mass Effect: Andromeda

Byrjunin var þó hrein unun, þar sem sýnt var stikla úr Mass Effect Andromeda sem er væntanlegur um jólin 2016. Þó sést ekkert sérstaklega mikið en það er nóg til að gera mann spenntan fyrir leiknum og gaman verður að fylgjast með hvort fleiri stiklur komi á næstu dögum.

 

Need for Speed

Need for Speed var næsti leikur sem var kynntur en það má eiginlega segja að þessi sería er búin að vera í smá lægð og fallið í skuggann á öðrum bílaleikjum. Talað var um að pælingin bakvið leikinn væri að blanda saman alvöru- og tölvugerðu myndefni í þeim tilgangi að spilara tækju ekki eftir skiptingum á milli. Hann lítur reyndar vel út og spurning hvort þetta sé leikurinn sem margir aðdáendur Need for Speed hafa verið að bíða eftir, en hann kemur út 3. nóvember næstkomandi.

 

Knights of the Fallen Empire

Svo virðist sem EA hafi ákveðið að búa til smá Star Wars forrétt í tilefni Battlefront leiksins, en þeir kynntu aukapakka fyrir Knight´s of the old Republic sem ber nafnið Knights of the Fallen Empire. Stiklan lítur mjög vel út því verður gaman að sjá hvernig þessi aukapakka leggst í aðdáendur, en pakkin kemur út 27. október á þessu ári.

 

Unravel

Mögulegt er að krúttlegasti leikur á E3 þetta árið sé fundinn, en hann heitir Unravel. Í leiknum fara spilarar í hlutverk Yarny, sem er lítil fígúra búin til úr garni og notast við garnið sitt til að komast yfir ýmsar hindranir sem verða á hans vegi. Rosalega heillandi og viðkunnanlegur leikur. Það var líka svo gaman að hlusta á þann sem hannaði leikinn, var svo hrikalega stoltur af leiknum hann tók Yarny með sér á kynninguna.

 

Star Wars Galaxy Heroes og Minions Paradise

EA hefur mikinn metnað fyrir tölvuleikjum í snjalltæki, en samkvæmt þeim þá var halað niður 710 milljón leikjum á síðasta ári. Því fannst þeim upplagt að bæta tveimur nýjum og frekar stórum nöfnum við snjallleikja úrvalið sitt. En það eru Star Wars Galaxy Heroes, sem á að uppfylla snjalltækja þarfi Star Wars áðdáenda, og Minions Paradise, þar sem spilarar stjórna litlu gulum köllum sem elska banana.

 

Mirror’s Edge

Mikil spenna hefur verið hjá mörgum eftir að EA tilkynnti að nýjan Mirror’s Edge fyrir lifandi löngu, en núna er loksins komin almennilega stikla sem sýnir hvernig leikurinn lítur út. Hún er þó í styttri kantinum og sýnir kannski ekkert alltof mikið, en þetta litla lofa allavega góðu. Vonandi munu fleiri sýnishorn úr leiknum líta dagsins ljós á næstu dögum.  Mirror’s Edge Catalyst er væntanlegur 23. febrúar á næsta ári.

 

Star Wars Battlefront

Stóra stundin í EA kynningunni var a sjálfsögðu Battlefront en það sem kom skemmtilega á óvart var að Sigurlína Ingvarsdóttir  kynnti leikinn. Sigurlina er yfir framleiðandi (Senior Producer) hjá Dice en hefur einnig unnið hjá Ubisoft Massive, Icelandic Gaming Industry og CCP. En það sem Sigurlina leyfði okkur að sjá af Battlefront er hreint gull. Leikurinn lítur fáranlega vel út og minnir mun meira á bíómynd en tölvuleik. Svo virðist vera að Star Wars aðdáendur geta andað léttar, það þarf mikið til þess að þessi leikur eigi eftir að klikka!

 

Höfundur er
Helgi Freyr Hafþórsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑