Leikjabloggið

Birt þann 19. maí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjabloggið 19.5.2015 | PS útsölur, PS+ og JRPG

Stóru fréttirnar í leikjaheiminum núna eru að Witcher 3 er að fara koma út. Hann lítur hrikalega vel út og er eflaust góður en lengdin, sem á að vera allt upp í 200 tímar ef maður gerir allt, hræðir spilara eins og mig sem þurfa einmitt að gera allt en er faðir í fullri vinnu. Reyndar spilaði ég Witcher 2 á Xbox 360 á sínum tíma en þrátt fyrir að ég hafði gaman af honum þá týndist ég í einhverju dúllerí, leiddist og gafst upp sem er synd því að söguþráðurinn var virkilega áhugaverður. En hvern erum við að reyna plata, auðvitað á ég eftir að spila Witcher 3.

Eins og undanfarna mánuði þá er skipst á að nota PS4 og PS3 á heimili leikjanördans; PC spilun er í lágmarki eins og er en gæti breyst ef nýjustu fréttir af Wildstar eru sannar en hann á að verða F2P (Free to play) fljótlega. Wildstar er fjölspilunarhlutverkaleikur í Ratchet og Clank stíl ef ég man rétt og margir gefa honum háa einkunn.

Talandi um Ratchet og Clank þá er manni farið að þyrsta eftir nýjum leik í þeirri seríu á nýju kynslóðar leikjatölvunum. Insomniac hafa talað um leik og kvikmynd næsta ár svo það verður spennandi að fylgjast með. Sjálfur hef ég verið að grípa í A Crack in Time sem er stórskemmtilegur og afslappandi því að margir nýjir og nýlegir leikir eru frekar drungalegir.

tales_of_xillia

Playstation búðin hefur verið mjög dugleg að koma með útsölur undanfarna mánuði. Leikjanördinn mælir með því að stofna Norður-Ameríku reikning til að nýta sér allar þessar skyndisölur sem birtast reglulega þar. Það er ein í gangi núna þegar þetta er skrifað en sú síðasta var með japanskt þema. Ég greip í tvo JRPG (Japanese Role-playing game) sem eru í Tales seríunni svokölluðu og heita Tales of Graces f og Tales of Xillia. Ástæðan er nostalgía þar sem ég var mikill Final Fantasy spilari í gamla daga ásamt Suikoden og fleiri góðum. Síðasti sem ég spilaði var Ni No Kuni og hafði gaman af. Tales of Graces f er í anda þessara leikja; það er alltaf sama yndislega grafíkin með stóru hvolpaaugun, eitís hárgreiðslurnar og táningadramað. En ég hef samt gaman af þessu og Tales serían einfaldar ýmislegt sem tók of mikinn tíma í eldri JRPG, sem dæmi þá getur maður sloppið við flesta tilviljunarkennda bardaga ef maður vill. Enn er ég tiltölulega stutt kominn í leikinn enda eru svona leikir langir og ég er að spila aðra leiki um leið.

Einn af þessum leikjum er Dishonored sem ég kláraði tvisvar og er núna að fara í gegnum hratt í þriðja sinn til að ná platínum bikarnum (ekki dæma mig!). Þetta er skemmtilegur leikur sem gefur manni möguleika á að tækla aðstæður á mismunandi hátt (berjast eða læðast um). Reyndar er ég oft með einhvern leik í gangi sem ég held áfram að spila nær eingöngu til að klára hann 100% – þetta er ákveðin bilun og ég veit fullvel að ég er í hamstur í hjóli eða hundur Pavlovs en það gefur mér eitthvað að klára leik algerlega sem ég hef gaman af.

splatÞað voru ekki allir ánægðir með Playstation Plus leikina þennan mánuð en sjálfur varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Það var enginn stærri leikur heldur voru þetta allt indíleikir. Leikirnir eru Unfinished Swan, Guacamelee! Super Turbo Championship edition, Race the Sun, Hohokum, Ether One og Murasaki Baby sem er bara á PSP. Ég hef lengi haft augastað á Unfinished Swan og keypti hann aldrei en hann er eins góður og ég hélt. Þetta er einn af þessum leikjum sem er framsettur sem barnaleikur en fullorðnir ná að lesa úr honum mun dýpri sögu en virðist í fyrstu svona í stíl við Braid og Papo y Yo. Svo hefur hann mjög frumlega spilun sem byggist á því að mála umhverfi sitt með málningar (eða vatns-) dropum. Guacamelee! seldist mjög vel á sínum tíma þannig að margir eiga hann er þessi betrumbætta útgáfa er mjög skemmtileg. Helsti styrkur Guacamelee! er að spila fleiri en einn og hann er hreint frábær sem slíkur. Annar sem ég hef gaman af er Race the Sun sem er mjög einfaldur, “endalaus” leikur þar sem þú stýrir flaug sem þýtur beint áfram og þú þarft að passa þig á hindrunum og taka hluti sem hjálpa þangað til þú drepst. Smátt og smátt gerirðu flaugina þína betri.

Enda þetta blogg á PS4 leikjum sem ég hlakka mest til að spila:

Uncharted 4
No Man’s Land
The Witcher 3: Wild Hunt
Ratchet og Clank PS4
Batman: Arkham Knight / Star Wars: Battlefront / Final Fantasy 15

nicesnugget

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑