Fréttir

Birt þann 18. mars, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2015 hefst 19. mars

Erlendir gestir EVE Fanfest hátíðar og ráðstefnu CCP, sem fram fer í Hörpu um helgina og hefst núna á fimmtudaginn 19. mars, eru byrjaðir að streyma til landsins. Alls er búist við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina að þessu sinni, þar af um 50 blaðamönnum frá mörgum stærstu leikja- og tæknimiðlum heims ásamt almennum fjölmiðlum á borð við BBC, Bild og The Guardian. Alls er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina um helgina.

EVE Fanfest er nú haldin í ellefta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin á efri hæð Kaffi Sólon árið 2004. Spilarar tölvuleiksins EVE Online eru stærsti hluti hátíðargesta hátíðarinnar, en áskrifendur leiksins skipta hundruðum þúsunda. Spilarar leiksins og aðrir áhugasamir sem ekki komast til Íslands geta fylgst með dagskrá hátíðarinnar í gegnum beina útsendingu EVE TV og Twitchtv.com frá Hörpu gegnum netið. Ríflega 521.000 áhorfendur horfðu á útsendingar frá EVE Fanfest hátíðinni í fyrra og búist er við svipuðum áhorfendatölum í ár.

EVE Fanfest þjónar margvíslegum tilgangi fyrir CCP og samfélag EVE Online spilara. Á hátíðinni koma spilarar leiksins allstaðar að úr heiminum, sem sumir hverjir hafa aldrei hist í raunheimum, saman í Reykjavík, fagna og ráða ráðum sínum. Svarnir óvinir í leiknum fallast í faðma í Hörpu og á börum borgarinnar og hið lýðræðislega kjörna CSM ráð spilara leiksins fundar á meðan á hátíðinni stendur. Samstarfsaðilar CCP, blaðamenn og starfsmenn úr tölvuleikja- og afþreyingariðnaðarins koma jafnframt á EVE Fanfest, m.a. til fræðast um ný verkefni fyrirtækisins sem venjan er að svipta hulunni af á Fanfest.

Á hátíðinni koma spilarar leiksins allstaðar að úr heiminum, sem sumir hverjir hafa aldrei hist í raunheimum, saman í Reykjavík, fagna og ráða ráðum sínum. Svarnir óvinir í leiknum fallast í faðma í Hörpu og á börum borgarinnar og hið lýðræðislega kjörna CSM ráð spilara leiksins fundar á meðan á hátíðinni stendur.

Harpa í heild sinni verður undirlögð EVE Fafnest frá og með fimmtudegi og yfir alla helgina. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og kynninga verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í bíó og tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum. CCP mun kynna nýjustu tilraunir sýnar á sviði sýndarveruleika og gefa gestum kost á að prufa EVE: Valkyrie í VR Labs á 1. hæð Hörpu. Gestir hátíðarinnar munu hittast fyrir utan Hörpu föstudagsmorgun kl 8:30 og horfa á sólmyrkvan.

Gestir Fanfest sem komnir eru til landsins hafa í dag og síðustu daga lagt leið sína að Heim­ar í heimi, listaverk og minnisvarða um EVE spilara eftir Sigurð Guðmundsson (World Within a World, EVE Monument) sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Þeir hafa einnig verið duglegir að heimsækja veitingastaði og bari borgarinnar og þegar byrjaðir að setja svip sinn á mannlíf miðborgarinnar.

 

VR LABS

CCP mun kynna nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika (virtual reality) á 1. hæð Hörpu alla hátíðardagana og gefa gestum kost á að prufa. Þar munu gestir einnig geta prufað EVE Valkyrie, nýjan leik sem CCP er með í þróun og mun koma út fyrir þrívíddarbúnað Oculus Rift á PC og Morpheus búnaðinn fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY. EVE Valkyrie hófst sem tilraunaverkefni sem fyrst var sýnt á EVE Fanfest árið 2013 undir heitinu EVE-VR.

 

DAGSKRÁ FANFEST

Dagskrá hátíðarinnar í ár er gríðarlega fjölbreytt og samstendur af yfir 95 dagskrárliðum. Má þar nefna fyrirlestra og pallborðsumræður um;

· Efnahagsmál, landafræði, svarthol og hættuleg sólkerfi í EVE heiminum

· Tækni og framtíð mannkyns, Dr. David Grinspoon ráðgjafi frá NASA

· Sýndarveruleiki (virtual reality) og framtíðarmöguleikar hans

· List og hönnun í EVE Online og EVE: Valkyrie

· Hljóðheimur, tónlist og tilfinningar í EVE Online

· Netöryggi og öryggismál hjá CCP

· Leikjahönnun hjá CCP

· Sagnfræði og goðsagnir EVE heimsins

· Blaðamennska og EVE heimurinn, skyggnst bakvið tjöldið hjá EVE News 24

· Teiknmyndasögur, bækur og sköpun annars efnis tengt EVE heiminum

· Þrívídar-sýndarveruleiki (Virtual Reality) og framtíðarmöguleika hans.

 

Einnig eru í boði umræðufundir sem tengjast margvíslegum efnisþáttum EVE heimsins s.s. efnahagskerfi hans, lýðræði og þátttöku spilara, þjálfun og reynslu nýrra spilara, fyrirtæki og fylkingar í EVE Online, iðnaðarframleiðsla í leikjunum, nýjustu viðbæturnar sem CCP hefur gefið út fyrir leikinn og framtíðarsýn hans fyrir næstu ár.

Á EVE Fanfest kynnir CCP nýjungar fyrir leiki sína og það sem framundan er hjá fyrirtækinu. Það er m.a. gert á lykilfyrirlestrunum; Opening Keynote: Welcome to Fanfest and Future of VR (þar sem farið verður í framtíðaráform CCP í sýndarveruleika og nýja leikinn EVE: Valkyrie) og EVE Online Keynote sem báðir fara fram á upphafsdeig EVE Fanfest, fimmtudaginn 19. mars, fyrir framan rúmlega 1.500 manns í Eldborg.

Dagskrá EVE Fanfest má nálgast í heild sinni hér.

 

STÆRSTA PÖBBARÖLT ÍSLANDS

Stærsta pöbbarölt Íslands, EVE Fanfest Pub Crawl, fer fram á föstudagskvöldið 20. mars þar sem hundruðir manna fara frá Hörpu klukkan 21:00 og fylkja liði í 20 hópum um alla miðborg Reykjavíkur. Nokkrir veitingastaðir og barir munu bjóða upp á EVE matseðla og drykki. Lebowksi bar, English Pub og American Bar í Austurstærti verða væntalega vinsælir viðkomustaðir því auk þess að bjóða upp á matseðlana eru staðirnir ríkulega skreittir myndverkum tengd EVE heiminum.

Þriðjudagskvöldið 17. mars fór fam knattspyrnuleikur í Kórnum í Kópavogi þar sem starfsmenn leiksins kepptu við spilara EVE Online. Hátíðinni lýkur síðan að vanda með samkvæmi og tónleikum, Party at the Top of the World, á laugardagskvöldinu.

 

MIÐASALA

Miðasala á EVE Fanfest fyrir innlenda gesti fer fram á Midi.is í miðasölu Hörpu og er aðgangseyrir 10.900 krónur.

– Fréttatilkynning frá CCP

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑