Greinar

Birt þann 3. júní, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Topp 20 Xbox 360 leikir [11-20]

Þar sem að ég er búinn að svíkja lit og keypti mér PS4 ákvað ég að henda saman í topplista yfir mína topp 20 Xbox 360 leiki.

 

20. Assassins Creed 2

Topp20_AC2

Besti leikurinn í Assassins Creed seríunni í skemmtilegu umhverfi. Feneyjar er flott borg og góður staður fyrir leikinn. En eins og allir Assassins Creed leikirnir þá er bardagakerfið ekkert sérstakt. Maður endar leikinn á því að berjast við páfann! Er það ekki eitthvað sem alla langar að gera?

 

19. Borderlands 2

Topp20_Borderlands2

Skemmtilegur heimur með miklum húmor, góð aukaborð með skemmtilegar tilvitnanir. Verður svolítið þreytandi að opna alla kassana til að fá sem mestan pening og ég spilaði hann því miður ekki með öðrum leikmönnum sem hefði örugglega gert hann enn skemmtilegri og fært hann ofar á listann.

 

18. Gears of War

Topp20_GoW

Gears of War leikirnir hafa verið með vinsælustu leikjunum á Xbox, enda nokkrir fárra leikja sem komu bara út á henni. Ég hafði mjög gaman af fyrsta leiknum og er sagan áhugaverð þó svo að það verði seint sagt að karakterarnir í honum séu það. Skemmtilegt bardagakerfi og mjög gaman að spila leikinn með öðrum. Held ég samt að óvinirnir í Gears of War leikjunum séu það besta við þá. Þeir voru mismunandi þar sem maður þurfti að nota mismunandi taktík til að sigra þá, einnig voru þeir flottir og með góða gervigreind.

 

17. Elder Scrolls: Skyrim

Topp20_Skyrim

Ég hef alltaf haft gaman af Elder Scrolls leikjunum og er Skyrim örruglega best gerði leikurinn frá þeim. Risastór heimur með fullt af dýflissum. Reyndar eins og í flestum Elder Scrolls leikjum tekst mér einhvern vegin að gleyma hvaða verkefni er aðal verkefnið og því fer ég bara að gera einhver önnur verkefni. Ég held að ég hafi aldrei klárað Elder Scrolls leik þess vegna, enda eru þeir stútfullir af aukaverkefnum, ég get ekki ímyndað mér hversu langan tíma tekur að klára þennan leik. Hins vegar fer „þögla hetjan“ svolítið í taugarnar á mér og varð ég smá einmana við að spila þennan leik þar sem maður fær aldrei að hafa alvöru samskipti… við tölvuleikjapersónur… ég ætti að fara oftar út.

 

16. Red Dead Redemption

Topp20_RDR

Red Dead er GTA villta vestursins. Leikurinn er frá Rockstar sem framleiða GTA-seríuna. Þessi arfleifð gefur Red Dead ákveðinn stimpil til að byrja með og ættarsvipurinn leynir sér ekki. Söguþráðurinn er mjög svipaður flestum GTA leikjunum. Heimurinn í leiknum var áhugaverður, fólkið í honum er áhugavert og flott að skoða villta vestrið. Reyndar fannst manni bæirnir í leiknum ansi smáir.

 

15. Mass Effect 3

Topp20_Mass_Effect_3

Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn spenntur fyrir leik eins og ég var fyrir ME:3. Mass Effect er uppáhalds leikjaserían mín og var lokakaflinn mjög skemmtilegur þrátt fyrir lítið af nýjungum í honum. Endirinn olli líka svolitlum vonbrigðum. Framleiðendur bættu líka við fjölspilun sem var alveg ágætt en ekkert sérstakt. Þar sem að bardagakerfið er ágætt en ekki sterkasta hlið leiksins, það er sagan og var engin saga í fjölspiluninni.

 

14. Far Cry 3

Topp20_FarCry3

Frábrugðinn fyrstu-persónu skotleikur þar sem maður getur skoðað fallegt umhverfi, hefur haug af mismunandi verkefnum og áskorunum, þar sem maður ræður hvort maður læðist um og drepur óvinina einn og einn eða hleypur inn í bækistöðvarnar og skýtur og sprengir allt í klessu. Skemmtilegur vondi kall sem bætir upp fyrir frekar leiðinlega aðalhetju.

 

13. Guitar Hero 5

Topp20_GuitarHero5

Sumir myndu kannski segja að Rock Band hafi verið betri og mikilvægari leikur, en GH5 var mín fyrsta reynsla af tónlistarleikjunum sem tröllriðu öllu í nokkur ár. Góður sönglisti sem kynnti mig fyrir nokkrum skemmtilegum lögum sem ég hafði aldrei áður heyrt.

 

12. South Park: The Stick of Truth

Topp20_SouthPark

Örugglega fyndasti leikur sem ég hef spilað. Gamalt og gott bardagakerfi klætt í fyndinn nýjan búning, gaman að fá að skoða allan bæinn og auðvitað hitta alla bæjarbúa. Lítur alveg eins út og South Park þættirnir og allt sem kom að þessum leik virkar mjög vel gert og úthugsað.

 

11. Batman: Arkham Asylum

Topp20_Batmna_AA

Eftir að Batman myndirnir tröllriðu heiminum kom út þessi leikur sem leyfði manni að spila sem Batman. Í Asylum fær maður að kynnast nokkrum af helstu óvinum Batman sem eru langflestir skemmtilegar og áhugaverðar persónur. Bardagakerfið í leiknum var bylting og einnig var gaman þegar maður þurfti að fela sig og rota óvinina einn og einn. Scarecrow-borðin voru hæglega besti partur leiksins.

 

Næsta síða >>

 

 

Höfundur er Elmar Víðir Másson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑