Bíó og TV

Birt þann 11. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Dauði gullraddanna

Don LaFontaineÞað taka kannski ekki margir eftir því þegar farið er í kvikmyndahús í dag að þegar stiklur fyrir væntanlegar kvikmyndir birtist á tjaldinu þá virðist vanta eitthvað. Eitthvað sem yfirgnæfir yfir stikluna; rödd yfirvaldsins sem leiðbeinir áhorfandanum í gegnum myndskeiðið og fær hárin á honum til að rísa. Hér er verið að tala um röddina sem talar yfir stikluna – gullröddina.

Frægasta rödd Hollywood var í höndum raddleikarans Don LaFontaine sem var gríðarlega vinsæll og ljáði hann rödd sína fyrir yfir 5000 stiklur frá Hollywood, ásamt því að tala yfir stiklur fyrir sjónvarpsþætti og tölvuleiki. LaFontaine lést árið 2008 og um leið má segja að þetta listform hafi dáið út því fáar stiklur eru ný sýndar í dag þar sem heyra má rödd tala yfir þær.

Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að þetta þekkist nánast ekki lengur í dag. Ein ástæða gæti verið sú að gríðarlegur þrýstingur var settur á Hollywood til þess að fá konur til þess að tala yfir stiklur kvikmynda en karlar höfðu og hafa algjörlega einokað þetta listform. Kannski þótti Hollywood auðveldara að hætta alveg með raddirnar, til að láta undan þrýstingi, en að fá konur til þess að tala yfir stiklurnar, vonandi er það þó ekki aðal ástæðan. Önnur ástæða og líklega sú sem hefur vinninginn er að gullraddir eru bara ekki lengur í tísku. Það þykir eflaust ekki lengur flott að blanda rödd karllægs yfirvalds yfir stiklur og útskýra með oft á tíðum hallærislegum frösum söguþráð kvikmyndarinnar. Í dag nægir að láta myndskeiðið tala sínu máli ásamt því að blanda inn textum og röddum leikaranna sjálfra til að skapa stemningu.

Það er þó jákvætt að þó svo að gullraddir séu að hverfa úr stiklum þá hefur skapast tækifæri á öðrum vettvangi nefnilega í heimildamyndum en hróður þeirra og vinsældir hafa aukist síðustu ár og fleiri raddleikarar hafa fengið tækifæri til þess að tala yfir heimildamyndir, hér er þó ekki eingöngu átt við stiklurnar heldur heimildarmyndirnar í heild sinni. Annað sem er jákvætt við þetta er að raddir kvenna eru nú jafn áberandi, ef ekki meira, og raddir karla í heimildamyndum.

Ég held að við getum öll verið sammála um það að gullraddir eru hluti af fortíðinni. Þó er alltaf gaman að rekast á stiklu í dag þar sem talað er yfir hana og ég tala nú ekki um ef hallærislegu frasarnir fá að fljóta með. Hér fyrir neðan má sjá svo nokkur myndbönd þar sem raddleikarar láta ljós sitt skína.

 

Samansafn af stiklum þar sem Don LaFontaine ljáir rödd sína

 

Stikla fyrir Jurassic Park

 

Stikla fyrir kvikmyndina Comedian

Mynd: Don LaFontaine

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑