Fréttir

Birt þann 19. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Godsrule: War of Mortals kominn út

Tölvuleikurinn Godsrule: War of Mortals er kominn út en leikurinn hefur verið í opinni beta prufun frá því í febrúar á þessu ári. Leikurinn hefur verið í vinnslu í u.þ.b. eitt og hálft ár og er gerður af íslenska leikjafyrirtækinu Gogogic en gefinn út af leikjarisanum SEGA. Gogogic hefur fært okkur leiki á borð við Vikings of Thule og Amazing Napoleon’s Great Escape from Tiny Places.

Í stuttu máli er Godsrule fantasíu fjölspilunarleikur sem spilast í gegnum vafra. Í leiknum stjórnar spilarinn her í bardaga og þarf að sigra andstæðinga, þjálfa hermenn, læra galdra og taka yfir og stjórna landsvæðum. Leikurinn er væntanlegur á iPad spjaldtölvur síðar á þessu ári.

Hægt er að spila Godsrule ókeypis HÉR og lesa meira um leikinn á heimasíðu Godsrule.

Heimildir: Godsrule á Facebook / VG247.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑