Bækur og blöð

Birt þann 11. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Bókarýni: Fantastic Four: 1234

Myndasagan var gefin út árið 2001 og kom út í fjórum bókum, útgefandi er Marvel Knights. Sagan var skrifuð af Grant Morrison, sem margir myndasögu aðdáendur ættu að kannast við. Hann hefur unnið að sögum á borð við New X-Men, Final Crisis og er örugglega þekktastur fyrir All-Star Superman en sú saga er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Listamaðurinn Jae Lee myndskreytir bókina og hann hefur meðal annars búið til nokkrar forsíður fyrir Marvel á The Dark Tower seríunni, sem er myndasögu aðlögun frá bókum Stephen King.

Fantastic Four: 1234Orðið fjölskylda hefur frá upphafi fylgt Fantastic Four, auk þess að vera sjálftitlaðir könnuðir Marvel heimsins. Í raun er hægt að segja að þau hafi fyrst allra einkavætt ofurhetju titilinn, einhvers staðar verður peningurinn að koma. Í sumum seríum eru þau styrkt af hernum en yfir höfuð þá reka þau sitt eigið fyrirtæki. Kom meira að segja fyrir í einni seríunni að þau urðu gjaldþrota, hefði verið pínu fyndið að sjá þau ganga til liðs við Heroes for Hire eftir gjaldþrotið.

Sögufléttan er í raun ekkert óhefðbundin, Dr. Doom ætlar að koma þeim fyrir kattarnef enn eina ferðina. Það sem gerir þessa sögu áhugaverða er hvernig ráðabrugg Dr. Doom er að þessu sinni. Það minnir pínu á hvernig hann spilaði sig í gömlu myndasögunum The Secret Wars, þar sem hann var undirförull, taktískur og spilaði mikið með hina. Þó svo að þannig spilamennska hafi ávallt fylgt Dr. Doom í gegnum tíðina hefur verið keyrt mjög lítið á henni. Það sem kannski kemur hvað mest á óvart í sögunni eru tengslin á milli Mr. Fantastic og Dr. Doom. Einnig er áhugavert hvernig Invisible Women er túlkuð í sögunni, sem er frekar óhefðbundið miðað við aðrar sögur. Það er að segja hvernig hugsun hennar nær lengra en hjá liðsfélögum hennar. Human Torch er og verður alltaf sami karakterinn og á því er engin breyting í þessari sögu. Málið með The Thing er að þrátt fyrir að vera kletturinn í liðinu þá er hann alltaf túlkaður sem sá viðkvæmasti. En sú túlkun á eftir að spila stórt hlutverk, eins og svo oft áður, í þessari sögu.

Það sem gerir þessa sögu heillandi er umhverfið, drunginn, andrúmsloftið er svo þungt og svart. Þessi stíll passar í raun svo ílla við Fantastic Four en virkar svo fáranlega vel við þessa sögu.

Það sem gerir þessa sögu heillandi er umhverfið, drunginn, andrúmsloftið er svo þungt og svart. Þessi stíll passar í raun svo ílla við Fantastic Four en virkar svo fáranlega vel við þessa sögu. Stíllinn hjá Lee passar svo vel við hvernig Morrison skrifar samtöl milli persóna. Sérstaklega þegar andinn í sögunni er svona þungur. Þetta er saga sem þarf að lesa oftar en einu sinni, sérstaklega til þess að fatta tenginguna á milli Mr. Fantastic og Dr. Doom. Samskiptin hjá persónunum eru svo mikilvæg fyrir heildarmynd sögunnar. Þetta er ekki bara venjuleg ofurhetjusaga þar sem þarf bara að lemja vonda kallinn þangað til að hann gefst upp. Mannlegi þátturinn í sögunni er mikilvægur, hvernig aðrar persónur tengjast saman og hvernig þær bregðast hvor við annarri.

Þetta er ein af betri sögum um Fantastic Four því hún er öðruvísi, vel skrifuð og er skildu lesning fyrir alla þá sem hafa gaman af myndasögum sem brjóta upp úr vananum.

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑