Fréttir

Birt þann 29. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

Hefur þú áhuga á að prófa nýjustu útgáfu Dungeons and Dragons?

Wizards of the Coast hafa gefið út lítinn, ókeypis prufupakka sem gerir fólki kleift að spila stutt ævintýri. Ég hef sjálfur rennt létt yfir þennan pakka og sýnist mér að viðkomandi þurfi ekki að vera sérfræðingur í D&D eða spunaspilum yfir höfuð. Í þessum pakka er lítið ævintýri og fimm tilbúnir karakterar, ásamt reglum og upplýsingum um hvernig skuli spila ævintýrið.

Það eina sem þarf að gera til þess að taka þátt í ævintýrinu, fyrir utan innihald pakkans, er prentari til að prenta út upplýsingar um karakterana (þ.e.a.s. ef þú kýst að hafa þær útprentaðar) ásamt skriffærum. Einnig þarf D&D teningasett eða D20 settið sem það er betur þekkt sem, það er fáanlegt á ýmsum netsíðum og Nexus við Hverfisgötu á sanngjörnu verði. Ef teningarnir eru ekki til taks er í versta falli, ef þú átt snjallsíma, náð í app fyrir teningana.

Til þess að nálgast pakkann þarf að skrá sig inn á heimasíðu Wizards of the Coast og svara stuttum spurningarlista.

– Hákon Þór Pálsson

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑