Fréttir1

Birt þann 25. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2012: Næstu skref CCP

CCP // Presents

Hilmar Veigar stígur á svið í Tranquility salnum og kynnir fyrir áhorfendum hverju þeir megi búast árið 2012 fyrir EVE heiminn. Hann fjallar líka um þá atburði sem eru liðnir á EVE Fanfest 2012 eins og góðgerðarmatinn og þöggla uppboðið sem söfnuðu í heildina 1,5 milljón kr. fyrir góðgerðarmál. Sem dæmi má nefna að einstaklingur keypti eftirlíkingu í fullri stærð af DUST 514 byssunni og borgað víst aukalega fyrir að fá Hilmar til að afhenda honum byssuna á þessari kynningu, sem hann gerði við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan þakkaði Hilmar gamla CSM ráðinu (Council of Stellar Management) fyrir þann stuðning sem þeir hafa gefið CCP við að marka stefnu leiksins, og bauð svo nýja CSM ráðið velkomið, en það ráð mun vera það sjöunda sem kosið er lýðræðislega af spilurum EVE Online.

Hann fjallar líka um þá atburði sem eru liðnir á EVE Fanfest 2012 eins og góðgerðarmatinn og þöggla uppboðið sem söfnuðu í heildina 1,5 milljón kr. fyrir góðgerðarmál.

Næst kom Halldór Fannar (Chief Technology Officer) á svið og talar um, eins og aðrir aðilar hafa nefnt, að CCP vilji gera kerfið þannig að þeir geti búið til og sent uppfærslur (e. patches) fyrir EVE-client á sem skilvirkastan hátt. Til þess nýtast þeir við svokallaðan EVE Launcher en þegar það forrit er ræst athugar það hvort að spilarinn sé með nýjustu uppfærslurnar og hvort að einhverjar villur séu við uppfærslu í EVE-client. Með þessu fær CCP öflugt tól til að greina þau vandræði sem hafa hrjáð þá varðandi sumar uppfærslur og mismunandi vandamál sem sumir spilarar lenda í en aðrir ekki og hafa það þá verið utanaðkomandi vandamál. Með því að greina  vandamálin er hægt að komast hjá þeim og koma uppfærslunum til skila.

Hann [Halldór Fannar] segir að stefnt sé að því að hægt verði að tengja Facebook og/eða Google+ aðgang sinn við EVE til þess að stýra aðgengi og einnig fjallar hann um nýtt VOIP (Voice Over IP) kerfi.

Hann segir að stefnt sé að því að hægt verði að tengja Facebook og/eða Google+ aðgang sinn við EVE til þess að stýra aðgengi og einnig fjallar hann um nýtt VOIP (Voice Over IP) kerfi. Nýja VOIP kerfið er sér forrit sem keyrir sjálfstætt utan EVE leiksins þannig að ef svo leiðinlega vill til að EVE krassar þá missir spilarinn ekki samband við félaga sína. Nýja VOIP er enn á Beta-stigi en búast má við því 2012.

Halldór biður Tony Tamasi (NVIDIA – Senior Vice President Content & Technology) að koma upp á svið og sýna hvað CCP og NVIDIA fyrirtækið hafa verið að prófa með því að nýta nýleg skjákort og DirectX 11. Svokallað „Tech Demo“  er sýnt þar sem sést hvernig hægt væri að bæta útlit EVE Online með aðferð sem kallast Tessellation. Með þessari aðferð er hægt að margfalda gæði módela í EVE leiknum þannig að nánast hvert smáatriði sé nánast fullkomið. Geimskipið sem var sýnt á kynningunni var með yfir 500 milljón þríhyrninga (e. Polygons) sem skjákortið var að endurreikna á hverri sekúndu. Skjákortið sem var  notað í sýningunni var öflugt en ekki það öflugasta á markaðnum, en þeir notuðu NVIDIA GeForce GTX 560. Þegar búið að var að sýna hversu falleg framtíð geimskipa getur verið fóru þeir yfir í loftsteina. Sérstaklega var fjallað um hversu raunverulegir skuggar eru á loftsteinunum með því að nota þessa tækni en til viðbótar var sýnt hvað hægt er að gera með PhysX kerfinu. Þar sýndu þeir hóp loftsteina lenda á geimskipi, brotna við höggið og endurkastast þar sem þeir klesstu oftar en ekki á aðra loftsteina sem veldur smávæginlegri keðjuverkun. Allt þetta var gert í rauntíma þökk sé skjákortinu.

Til viðbótar fjalla þeir um eina algjöra nýjung, en það er að þeir ætla að bjóða upp á möguleikann að kaupa NVIDIA GeForce GTX 560 kort með PLEX. Nýjungin er sú að þar sem hægt er að kaupa PLEX með peningum sem eru einungis til innan EVE Online, er þannig lagað séð hægt að kaupa raunverulegan hlut með tölvuleikjapeningum. Gjaldið er 20 PLEX og til að byrja með eru einungis 100 skjákort til sölu, flutningur er innifalinn. Í þeim löndum sem þessi 100 kort verða flutt inn í verða þau brautryðjendur þar sem að á vörukvittununum verður verðmætið 20 PLEX og verður áhugavert að sjá hvernig toll-/skattayfirvöld í viðeigandi löndum muni vinna með þennan gjaldmiðil.

Til viðbótar fjalla þeir um eina algjöra nýjung, en það er að þeir ætla að bjóða upp á möguleikann að kaupa NVIDIA GeForce GTX 560 kort með PLEX. Nýjungin er sú að þar sem hægt er að kaupa PLEX með peningum sem eru einungis til innan EVE Online, er þannig lagað séð hægt að kaupa raunverulegan hlut með tölvuleikjapeningum.

Eftir þessa frábæru kynningu frá Halldóri og Tony kemur David Reid (Chief Marketing Officer) á sviðið. Þrátt fyrir að vera nýr hjá CCP hefur hann fylgst með CCP lengi og er áhugasamur um framtíðina. Hann talar um að EVE Online sé eini MMO (Massive Multiplayer Online) leikurinn sem hefur bætt við sig áskrifendum á hverju ári frá því að hann kom út. Hann fjallar um að þar sem EVE og DUST 514 gerast í sama heimi er stefnt á að þessi heimur verði heimsins stærsti leikjaheimur.

Hann fjallar um að þar sem EVEog DUST 514 gerast í sama heimi er stefnt á að þessi heimur verði heimsins stærsti leikjaheimur.

Hilmar Veigar kemur og  segir frá því að leikurinn komi formlega út í Japan þann 28. mars næstkomandi, og þakkar NEXON fyrir aðstoðina við þýðinguna og að koma sér fyrir í Japan. Hilmar biður núverandi spilara að ef þeir rekast á japanska spilara um að hjálpa þeim við  að komast áfram í leiknum og sýna þeim sömu samstöðu og öðrum spilurum í leiknum.

Brandon Laurino (Executive Producer Dust 514) mætir á sviðið og fjallar meira um Dust 514. Hann minnir á að EVE spilarar og DUST 514 spilarar eru allir á sama netþjóni og því er t.d. sami markaður fyrir vopn og aðrar vörur sem spilarar í báðum leikjum geta nýtt sér. Hann tekur fram að það sé verið að vinna í DUST 514 app-i fyrir PSVITA sem nefnist DUST 514: Neocom og verður þá mögulegt að stjórna miklu varðandi persónu manns í leiknum en ekki verður hægt að taka þátt í bardögum. Hinsvegar tók hann fram að það gæti breyst í framtíðinni og hægt væri að berjast í DUST 514 með PSVITA. Kannski.

Hann [Brandon Laurino] tekur fram að það sé verið að vinna í DUST 514 app-i fyrir PSVITA sem nefnist DUST 514: Neocom og verður þá mögulegt að stjórna miklu varðandi persónu manns í leiknum en ekki verður hægt að taka þátt í bardögum.

Hann var búinn að taka saman helstu spurningarnar sem hann hefur fengið varðandi DUST 514 og vildi gefa okkur svörin  við þeim.

 

Spurning: Verður PvE (Player vs. Environment)?
Svar: Já. Það verður möguleiki á því seinna meir og það svipar til „Survival Game Modes“ í öðrum leikjum. Óvinirnir verða þá „Rogue Drones“ sem spilarar EVE Online ættu að þekkja.

Spurning: Verður stuðningur við keppnir / eSports?
Svar: Já. Það má búast við fullum stuðningi við það í viðbót árið 2013. Viðbót mun þá innihalda „Gladiator Arenas“ og ekki geta bara aðrir fylgst með bardaganum heldur verður hægt að veðja á útkomuna á bardaganum. Bæði DUST 514 og EVE Online spilarar geta fylgst með og veðjað.

Spurning: Hvað um hættulegar plánetur? (fljótandi hraun, jöklar, o.s.frv).
Svar: Já. Það má búast við fullum stuðningi við það í viðbót árið 2013. Þá má jafnvel búast við borðum þar sem spilararnir neyðast til að nota faratæki allann tímann.

Spurning: Hvað um MTACs?
Svar: Já. Það má búast við fullum stuðningi við það í viðbót árið 2013.

 

Eftir þessa veigamiklu kynningu frá Brandon kemur Jon Lander og fjallar um nokkra hluti sem þeir ætla að breyta. Nánar tiltekið, að færa völdin frá NPC (Non-Player Characters) yfir í hendurnar á spilurunum. Semsagt stór fyrirtæki og stór samtök geta fengið völdin til að tollstýra ákveðnum svæðum og þaðan af. Jon býst meira að segja við því að áður en langt er um liðið verða meira og minna allar geimstöðvar leiksins undir stjórn spilara. EVE Online spilarar mega líka búast við nýju stríðsyfirlýsingarkerfi, FULLT af nýjum tækjum og tólum til að setja á skipin sín, breytingum á flokkastríðskerfinu (Faction Warfare) og nýjum grafískum viðbótum sem auðvelda spilurum að sjá hvernig skaða vopn óvinanna eru að gera á skip þeirra. Þar fyrir utan stefnir CCP á að bæta við fullt af nýjum skipum við leikinn á komandi mánuðum og árum.

Þar næst stígur Torfi Franz á svið og segir  hvað hann vill sjá gerast í EVE í náinni framtíð. Fókusinn verður á hina svokölluðu hringrás lífs og dauða, en í henni felast þrír þættir; öflun hráefna, framleiðsla á vörum og eyðilegging á vörum. Torfi vill bæta þessa þrjá þætti EVE Online til að auðvelda nýjum spilurum að taka þátt og komast hraðar inn í leikinn, sérstaklega varðandi öflun hráefna. Þess vegna verður spilurum bráðlega gert kleift að safna hráefnum úr hringum plánetna. Hráefnin sem munu finnast þar verða mjög verðmæt en á sama tíma þarf nokkra spilara til þess að safna þeim ef á að gera það vel.

CCP fylgist náið með því hvað EVE spilarar tala um á spjallborðum leiksins, og keyra meira að segja forrit sem kallast Clara, sem finnur spjallþræði með góðum hugmyndum sem EVE spilarar hafa stungið upp á. Margar þessara hugmynda hafa þegar ratað í leikinn en Torfi vill fá fleiri þeirra til að virka. Meðal þess sem stendur til að bæta er að lítill hópur spilara eða jafnvel einn duglegur spilari, geti smíðað litlar geimstöðvar. Þessar geimstöðvar eiga að vera mjög aðgengilegar og fjölbreytilegar, þannig að spilarinn sjálfur ráði hvaða tilgangi þær þjóna og jafnvel útliti þeirra.

Hilmar stígur síðan aftur upp á svið og segir áhorfendum að hann hafi óvænta uppákomu fyrir þá. Eftir mikil fagnaðarlæti er ný stikla sett í gang á stóra tjaldinu sem sýnir uppgvötun tækninnar í EVE heiminum, sem leyfði hinum ógurlegu Templar hermönnum í DUST 514 að verða að veruleika. Áhorfendur gjörsamlega trylltust þegar myndbandið var sýnt og því þurfti Hilmar að sýna það aftur. Að því loknu þakkaði Hilmar fyrir sig og CCP Presents var lokið.

Það eru greinilega spennandi tímar framundan hjá CCP og spilurum leikja þeirra. Við hjá Nörd Norðursins vonum svo sannarlega að öll verkefni CCP gangi upp, og óskum við þeim góðs gengis á komandi mánuðum, enda stórir hlutir á sjóndeildarhring CCP.

Það eru greinilega spennandi tímar framundan hjá CCP og spilurum leikja þeirra. Við hjá Nörd Norðursins vonum svo sannarlega að öll verkefni CCP gangi upp, og óskum við þeim góðs gengis á komandi mánuðum, enda stórir hlutir á sjóndeildarhring CCP.

DPJ / KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑