Fréttir1

Birt þann 24. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

EVE Fanfest 2012: Framtíð EVE

EVE // Keynote

Hilmar Veigar stígur á svið til að kynna væntanlegar nýjungar fyrir EVE. Fyrst biðst hann afsökunar, með langri glærusýningu, á þeirri leið sem CCP fyrirtækið ætlaði með EVE Online á seinasta ári (Kotaku, Industry Gamers). Spilarar leiksins mótmæltu með því að sýna samstöðu innan leiksins og tók CCP það til greina. Í kynningunni var mikið talað um það að spilarar hafa alltaf verið kjarnir leiksins og framleiðendurnir ætla að einbeita sér að því að búa til sem skemmtilegastan leik fyrir þá. Mótmælin voru skýr og skilaboðin eru að spilararnir hafa mikið að segja innan EVE heimsins.

Fyrst biðst hann afsökunar, með langri glærusýningu, á þeirri leið sem CCP fyrirtækið ætlaði með EVE Online á seinasta ári (KotakuIndustry Gamers). Spilarar leiksins mótmæltu með því að sýna samstöðu innan leiksins og tók CCP það til greina.

Næstur á svið er Jon Lander, var hann fenginn til að kíkja á ferli CCP og endurskipuleggja hvernig vinnslu við leikinn EVE er háttað, bæði til að styrkja stöðu leiksins, auðvelda uppfærslur og finna ný markmið til að stefna að. Hann nefnir að árið 2012 í EVE heiminum eigi að snúast um geimskipið sjálft. Þeir munu leggja miklar áherslur á ný geimskip, yfirfara og finna jafnvægi í kröftum þess og veikleikum. Þeir eru með, og ætla að bæta við sig, stuðningsteymum fyrir fleiri tungumál eins og t.d. japönsku, kínversku og þýsku. Þar af leiðandi verður auðveldara fyrir spilara að nálgast aðstoð í leiknum á móðurmáli sínu. Næsta stóra viðbót, Inferno, er væntanleg 22. maí en þann 24. apríl kemur Inferno: The Escalation To Inferno út sem er hálfgerður stökkpallur inn í fyrrnefndu viðbót.

Hann [Jon Landen] nefnir að árið 2012 í EVE heiminum eigi að snúast um geimskipið sjálft. Þeir munu leggja miklar áherslur á ný geimskip, yfirfara og finna jafnvægi í kröftum þess og veikleikum.

Næstur á svið var Kristoffer Touborg og var fyrirlestur hans gegnsósaður af snilldar húmor og miklum fróðleik um leikinn. Hann fjallaði um hversu fallegur EVE leikurinn er þrátt fyrir það að hann sé 9 ára gamall, enda búið að bæta reglulega við grafíkvélina. Hann fjallar um nokkur mismunandi kerfi innan leiksins sem þeir ætla að endurgera eins og „Inventory“ kerfið og „War Declaration“ kerfið.

Síðan kom hann inn á P.O.S. (Player Owned Starbases) við mikinn fögnuð aðdáenda og talaði um að hægt væri að vera með allt frá litlum til risa stórra geimstöðva. Hvort sem þú vilt hafa litla stöð til að geyma part af farminum þínum eða hálfgerða eftirlíkingu af Dauðastirninu. Touborg fjallaði einnig um að  stefnt sé að því að gera spilurum kleift að ferðast í hópi þegar þeir sækja málmgrýti úr loftsteinum sem annars væri ómögulegt að nálgast.

Síðan kom hann inn á P.O.S. (Player Owned Starbases) við mikinn fögnuð aðdáenda og talaði um að hægt væri að vera með allt frá litlum til risa stórra geimstöðva. Hvort sem þú vilt hafa litla stöð til að geyma part af farminum þínum eða hálfgerða eftirlíkingu af Dauðastirninu.

Á sviðið kemur svo sérfræðingur sem fræðir okkur um það hvernig tölva spilara tengist EVE leikjanetþjóninum og hvernig þau ætla að reyna að „opna“ þennan leikjanetþjón fyrir forritara til að bæta við aukaforrit sem hægt væri að nýta í leiknum. Þau kalla nýja kerfið Carbon REST (eða CREST). Hægt verður að fá „Developer License“ og verður það endurgjaldslaust.

Því næst kemur Anna á svið en hún fjallar um viðveru EVE á netinu, hvort sem það er aðalsíða leiksins eða samfélagssíður. Búið er að bæta nýjum möguleikum á samfélagssíðurnar og þá er sérstaklega minnst á að „Corperations“ geta nú verið með sín eigin spjallborð sem eru lokuð þeim sem ekki eru félagsmenn. Síðan er fjallað um sniðuga viðbót, en það er rauntíma stjörnukort sem netvafra-viðbót. Með öðrum orðum, þetta stjörnukort verður hægt að kalla fram í gegnum vefsíður og er það í þrívídd og í rauntíma og því hægt að fylgjast með nokkrum hlutum leiksins í gegnum vafrann.

Síðan er fjallað um sniðuga viðbót, en það er rauntíma stjörnukort sem netvafra-viðbót. Með öðrum orðum, þetta stjörnukort verður hægt að kalla fram í gegnum vefsíður og er það í þrívídd og í rauntíma og því hægt að fylgjast með nokkrum hlutum leiksins í gegnum vafrann.

Þegar lófaklappið dó loks niður steig Brian Bossé á sviðið en hann talaði fyrir hönd svokallaðs „Team Gridlock“. Hann fjallaði um það hvernig þeim hefur tekist að betrumbæta kóðann í leikjanetþjóninum til að ráða betur við stóra bardaga án þess að það sé of mikið nethik (e. lag). Var hann með línurit sem sýndu að þeir hefðu náð meira en 50% minnkun á álagi á kerfinu í stórum bardögum og verða þeir að hljóta hrós fyrir. Brian fjallaði um að núna er stefnan tekin á „framerate“ leiksins og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst til með það.

Á eftir Brian kom Torfi Frans fram og var með góða kynningu á útliti leiksins og hverju megi búast við árið 2012. Hann sýnir mikið af persónusköpuninni (e. Character Creator) og hvað er áætlað að bæta við á árinu og nefnir hann og sýnir mismunandi hörundsliti fyrir persónurnar, blöndu á mismunandi geimverum (e. Race Blending) og tattú sem hylja alla hendina, svokallaða „ermi“.

Hann talar um að verið sé að fara í gegnum öll geimskips módelin og uppfæra þau með „Shader V3“ til að nýta allan þann kraft sem skjákort búa yfir í dag. Með þessari uppfærslu er hægt að lýsa upp ákveðinn part geimskipsins eins og t.d. þegar sprengja springur á geimskipinu lýsist nánasta umhverfið upp eða þegar geimskipið flýgur nálægt stjörnu sem varpar ljósi á hægri hlið geimskipisins en ekki þá vinstri. Torfi fer líka í að núna er verið að taka eldflaugakerfið (bæði vopnin og flaugarnar) í gegn og sett var stutt myndband (taka fram að þetta er ennþá í prótótýpu).

Þessu myndbandi var tekið svo vel að það var ekki hætt að klappa fyrr en það var sýnt aftur enda mikil framför í leiknum.

Það sést að CCP ætlar að einblína á að gera spilarann ánægðan árið 2012 með því að leggja áherslur á geimskipin og virkni þeirra ásamt nokkrum betri viðmótum fyrir nokkur kerfi.

Það sést að CCP ætlar að einblína á að gera spilarann ánægðan árið 2012 með því að leggja áherslur á geimskipin og virkni þeirra ásamt nokkrum betri viðmótum fyrir nokkur kerfi. Árið 2011 var ekki ljúft fyrir EVE Online leikinn en eftir að hafa séð kynninguna fyrir árið 2012 er nokkuð víst að CCP hefur snúið við blaðinu og ætlar sko að gera vel við spilarann og hlusta sérstaklega vel á leikmennina. Það verður gaman að sjá hvernig þeim tekst til með Inferno og hvernig leikmannahópurinn tekur þeim breytingum.

DPJ

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



2 Responses to EVE Fanfest 2012: Framtíð EVE

  1. Pingback: EVE Fanfest 2012: Stikla úr EVE heiminum [MYNDBAND] | Nörd Norðursins

  2. Pingback: EVE Fanfest 2012: Næstu skref CCP | Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑