Fréttir

Birt þann 26. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

The Royal Game of Ur

The Royal Game of Ur er eitt elsta borðspil sem fundist hefur. Spilið fannst á þriðja áratug síðustu aldar í gröf í borginni Ur í Írak og er talið að spilið sé frá árinu 2.500 f.Kr. (eða jafnvel eldra) og hafi verið ansi vinsælt á þeim tíma. Spilaborðið samanstendur af 20 reitum sem eru merktir með mismunandi munstri eða merkingum.

Ekki er vitað hverjar reglur borðspilsins voru en talið er að það sé einhverskonar kappleikur í anda Senet. Fræði- og áhugamenn hafa samið ýmsar leikreglur fyrir spilið til að leggja fram ákveðnar kenningar eða einfaldlega sér til skemmtunar.

Það er hægt að kaupa eina útgáfu af The Royal Game of Ur hjá The British Museum og aðra útgáfu er hægt að spila ókeypis á netinu hér. Fleiri útgáfur má nálgast á Apple Store og öðrum stöðum.

Ein leiðin til að spila spilið er að setjast niður, hunsa reglurnar sem fylgja með og búa til sínar eigin reglur!

BÞJ

Mynd: Zzztriple2000, Wikipedia.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑