Fréttir

Birt þann 3. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

Vilt þú búa til spil?

Leikjavík mun standa fyrir fyrirlestrum og vinnustofum um borðspil í vetur um hvernig er hægt að búa til spil. Kynningarfurndurinn mun fara fram í Leikjavík (Barónsstíg 3) fimmtudaginn 8. september kl. 20:00. Á Facebook síðu viðburðarsins stendur:

 

Allir sem hafa minnsta áhuga á því að gera spil eða í raun bara allir sem hafa gaman að spilum hafa nú tækifæri og aðstöðu til að læra hvernighægt er að búa til leiki og spil.

Borðspilamiðstöð Reykjavíkur mun í vetur halda fyrirlestra og vinnustofurum borðspilahönnun, auk þess sem við munum bjóða upp áaðstöðu og tól til að gera prufueintök af spilunum og hóp til aðprófa spilin.

Það er auðvelt að gera borðspil og allir með smá hugmyndaflug getareynt við það.

Kíktu á kynningarfund hjá okkur klukkan 20:00 í Leikjavík, á Barónsstíg 3, fimmtudaginn 8. september til að heyra betur um hvernig dagskráin og skipulagið verður.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑