Fréttir

Birt þann 17. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Portal ókeypis á Steam!

Nú er hægt að sækja sykursæta þrautaleikinn Portal (2007) ókeypis í gegnum vefverslun Steam, en þar kostar leikurinn vanalega um $20. Með framtakinu vill útgefandi leiksins – Valve – hvetja kennara til að nota leikinn til kennslu, en líkt og hefur komið fram í greininni Að læra er leikur einn geta tölvuleikir nýst ansi vel sem kennslutól. Samhliða þessu hefur vefsíðan Learn With Portals verið opnuð þar sem farið er yfir kennslumöguleika leiksins.

Portal 2 kom út á þessu ári og hefur hann, líkt og fyrri leikurinn, hlotið mjög góða dóma. Við hvetjum sérstaklega aðdáendur þrautaleikja og kennara til að nýta sér þetta tilboð, en það endar 20. september næstkomandi.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑