Menning

Birt þann 28. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Viðtal: ComputeHer

Michelle Sternberger, eða ComputeHer eins og hún kallar sig upp á sviði, hefur verið að semja og spila kubbatónlist frá árinu 2005. Hún býr í Los Angeles Kaliforníu í Bandaríkjunum og hefur til þessa spilað á yfir 60 tónleikum. Vinsælasta lagið frá ComputeHer er Sysop sem er að finna á plötunni Modermoiselle (og í EVE Online Fanfest 2011 myndbandinu okkar á YouTube), en hún er auk þess annar helmingur hljómsveitarinnar 8 Bit Weapon sem spilar einnig kubbatónlist.
Við hjá Nörd Norðursins náðum viðtali við hana í júlí þar sem við fengum að kynnast Michelle betur og ferli hennar.

 

Hver er ComputeHer?
Ég byrjaði að semja tónlist á Game Boy-inn minn árið 2005, það var þá sem ég fékk LSDJ (littlesounddj.com). Ég eyddi löngum stundum í að finna út hvernig forritið virkaði, þar sem ég hafði aldrei notað neitt þessu líkt áður. Þegar ég komst upp á lagið með að nota það, setti ég lögin á myspace.com/computeher svo að fjölskyldan mín og vinir gætu hlustað á þau. Það var aldrei ætlunin að allur heimurinn myndi heyra lögin mín, en fljótlega fóru fleiri en mínir nánustu að hlusta á tónlistina mína.
Nokkrum mánuðum eftir að ég fór að setja tónlistina mína á netið hafði samstarfsmaður Mark Mothersbaug frá DEVO (clubdevo.com) samband við mig. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að búa til hljóðbrellur og lag fyrir leik sem Mark vildi gera með fyrirtækinu sínu, Mutato Musika. Án þess að hika stökk ég á tilboðið og vann náið með Mark við að búa til hljóðbrellur fyrir leikinn hans og frá þeim tímapunkti fór ég að taka tónlistina meira alvarlega og setti meiri tónlist á netið. Því miður leit leikurinn aldrei dagsins ljós, en sem betur fer fyrir mig opnaði þetta augu mín fyrir því að ég gæti gert meira með tónlistina mína. Síðan þá hef ég farið á tónleikaferðalag til Evrópu og hef haldið marga tónleika hérna í Bandaríkjunum. Tónlistin mín hefur verið í Xbox 360 leikjum og podcasts. Ég hef ferðast til margra landa sem ég hefði aldrei farið til ef það væri ekki fyrir tónlistinni minni. Mig hefur alltaf dreymt um að ferðast og sjá nýja staði og hluti en ég bjóst aldrei við því að tónlistin mín myndi gera það að verkum. Ég hef gefið út tvö albúm, Data Bass og Modemoiselle og eins og er, er ég að semja nýja tónlist fyrir þriðja albúmið. Ég eyði einnig miklum tíma með hinu bandinu mínu 8 Bit Weapon og við erum að vinna að tónlist sem verður gefin út fljótlega.

 

 

Geturu útskýrt fyrir lesendum okkar hvað kubbatónlist er?
Kubbatónlist er tónlist sem er búin til með því að nota kubba úr gömlum tölvum og leikjatölvum.

 

Eru einhverjar sérstakar týpur af fólki sem laðast að þessari gert tónlistar?
Það er engin ein týpa af fólki sem laðast að þessari tónlist, ég hef hitt mismunandi týpur á tónleikunum mínum. Ég hef hitt ungt fólk, eldra fólk, forritara, leikjaspilara, klaufalegt fólk, krakka, íþróttafólk, dívur… Nefndu það, ég hef hitt það.

 

Hvenær og hversvegna fórstu að spila/semja kubbatónlist?
Ég uppgötvaði þessa tónlist 2004 þegar ég fór á klúbb hérna í Los Angeles, Club Microwave, til að sjá band sem kallast 8 Bit Weapon (8bitweapon.com) og ég féll samstundis fyrir tónlistinni. Seth úr 8 Bit Weapon gaf mér LSDJ fyrir Game Boy-inn minn og ég kenndi sjálfri mér að semja tónlist á hann. Í fyrstu var ég að semja tónlist mér til skemmtunar og án einhverrar stefnu. Ég kóveraði lög með Yeah Yeah Yeahs og OMD til að ná tökum á forritinu. Þegar Mark Mothersbaugh frá DEVO hafði samband við mig, breyttist viðhorf mitt til þess hvert ég gæti stefnt með tónlistina mína. Áður fyrr, spilaði ég á trommur í bílskúrsböndum svo ég hafði smá tónlistar bakgrunn, en ég var alltaf of feimin til að spila á tónleikum og það varð aldrei neitt úr því.
Mér hafði aldrei dottið í hug að fara með tónlistina mína út fyrir veggi heimilisins. En þegar mér var boðið að vinna með Mark, tónlistarmanni sem ég dáðist að, sagði ég sjálfri mér að ég yrði að taka tónlistina meira alvarlega og ég varð að komast yfir feimnina við að spila á tónleikum. Ég henti mér í djúpu laugina og hélt fyrstu tónleikana mína árið 2006 í einkapartýi hjá vini mínum. Síðan þá hef ég spilað á yfir 60 tónleikum með bæði bandinu mínu ComputeHer og 8 Bit Weapon (sem ég gekk til liðs við árið 2006) og ég verð ekki nærri eins stressuð eins og þegar ég spilaði á fyrstu tónleikunum 🙂

 

Geturu lýst því fyrir okkur hvernig þú spilar tónlistina þína?
Takkarnir á Commodore 64 og SX64 eru spilaðir eins og þú myndir gera við píanó með því að nota sérstakann tónlistar hugbúnað og vagna.
Það er voða lítið sem hægt er að gera með Game Boy á tónleikum, þar sem hann er ekki hefðbundið hljóðfæri heldur Runólfur (sequencer). Runólfurinn sem ég nota í Game Boy-inn er kallaður Little Sound DJ eða LSDJ til styttingar. Það er hægt að setja á DJ stillingu og láta lögin koma inn og út og tekið hljóðið af ef maður vill, en þetta er það eina sem hægt er að gera „læf“ á tónleikum. Ég nota Game Boy myndavélina, þegar ég er að spila, sem einskonar hljóðfæri af því að það gefur mér færi á að virkja hljóð í rauntíma. Mér finnst gaman að spila á Commodore 64 af því að það er rauntími, „læf“ hljóðfæri með mun kraftmeira hljóði. Takkarnir á Commodre 64 og SX64 eru spilaðir eins og maður myndi spila á píanó með því að nota sérstakt tónlistar forrit.

 

Hvað hafði mest áhrif á því þegar þú byrjaðir að semja tónlist?
Ég verð fyrir góðum áhrifum með því að hlusta annarra manna tónlist. Ef ég heyri rosalega gott lag sem vekur einhverjar tilfinningar innra með mér, langar mig að semja tónlist. Oftast langar mig að semja tónlist þegar ég er ánægð eða hamingjusöm. Ég hef reynt að semja tónlist þegar mér líður illa, en ég fyllist aldrei þessari andagift og ég hata venjulega það sem ég hef skrifað. Ég held að það gæti verið góð lækningarmeðferð að semja tónlist þegar mér líður illa og einn daginn mun ég eflaust finna fyrir þörf til að gera það, en það hefur ekki gerst hingað til. Oftast hrífst ég af tónlist með góðum trommu takti afþví að það fær mig til að langa til að semja tónlist sem fær aðra til að langa til að dansa og líða vel á tónleikunum mínum.


 

Hefuru einhver ráð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í kubbatónlistar smíðum?
Ekki gefast upp! Í fyrstu fannst mér þetta mjög ruglingslegt, en í dag er nóg af upplýsingum á netinu sem eru mjög hjálplegar. Ef þú ert með spurningu, gúglaðu hana, og mjög líklega þá finnuru svarið við henni. Ég fer ennþá á netið ef mig langar til að læra eitthvað nýtt og öðruvísi, og ég er ennþá að læra nýjar leiðir til þess að semja tónlist á Game Boy-inn minn. Svo er annað sem er gott að hafa bak við eyrað að leita að notuðum tækjum á flóamörkuðum. Sum af mínum bestu tækjum hef ég fundið í second hand búðum sem hefðu kostað mig háar upphæðir á eBay!

 

Þú hefur farið í tónleikaferðalög um Ameríku og Evrópu. Finnst þér vera mikill munur á þessum tveimur heimsálfum?
Já, algjörlega. Það getur verið mjög erfitt að gera Ameríkönum til geðs. Þeir virðast ekki vilja dansa á tónleikum, kannski eru þeir bara feimnir, en oftast þá standa þeir bara þarna og stara á mig með krosslagðar hendur. Þannig að það er mjög erfitt að vita hvort þeim líki við tónlistina eða hvort þeir hati það sem ég er að gera haha! Það er ekki fyrr en tónleikarnir eru búnir sem þeir segja mér að þeim hafi líkað vel við tónlistina. Þegar ég spila í Evrópu, fæ ég aldrei þessa tilfinningu. Það leit út fyrir að allir væru að skemmta sér og voru mjög þakklátir fyrir það að ég skyldi skemmta þeim. Flest allir dönsuðu og skemmtu sér. Tónleikarnir í Evrópu er frábærir vegna þess að það er svo auðvelt að tengjast áhorfendunum og kraftinum sem kemur frá þeim og það lætur mér líða vel á sviðinu. En auðvitað, er það ekki alltaf svona á tónleikum í Ameríku, ég hef spilað á frábærum tónleikum hérna, en í heildina litið er erfitt að gera okkur til geðs! Mig langar mjög mikið til að spila í Evrópu aftur.

 

Hvað er næst á dagskrá hjá ComputeHer? Einhverjir tónleikar eða nýtt efni?
Það verða tvennir tónleikar bráðlega. Ég mun spila í Los Angeles, 6. ágúst og í Baltimore, í september. Ég set alltaf það sem er næst á dagskrá upp á heimasíðuna mína og Facebook síðuna mínafacebook/computeher

 

Finnst þér þú vera nörd?
Ég hef ekki hugmynd. Ég veit ekki einu sinni hvernig ætti að skilgreina nörda, veist þú það? Ha ha! Ég held að það séu tveir flokkar af nördum eftir því hvaða ár maður talar um. Þegar ég var í gaggó var mjög auðvelt að benda á nördana afþví að skilgreiningin var mun augljósari þá. Þeir voru útskúfaðir og fólk gerði grín af þeim vegna þess að þeir lásu bækur, spiluðu mikið af tölvuleikjum, klæddust hrikalegum fötum og spiluðu Dungeons and Dragons. Í dag, eru nördar skilgreindir sem “kúl” og þeir eru að gera nákvæmlega sömu hluti og nördarnir í gamla daga gerðu! Ég get í alvöru ekki sagt til um það hvort ég sé nörd vegna þess að ég veit ekki hvernig nördar eru lengur. En við getum sagt að ég geri alla þessa hluti sem teljast “nördalegir” nema ég spila ekki Dungeons and Dragons. Svo segð þú mér 🙂

 

Spilaru tölvuleiki? Ef svo er, hvaða leikjatölva er í uppáhaldi hjá þér og hvaða leikur er uppáhalds?
Ég ólst upp við að spila tölvuleiki. Ég spilaði mikið með fjölskyldunni á Atari, Intellivision, C64, Amiga, Nintendo, Game Boy og Xbox. Mér finnst ennþá gaman að leika mér í upprunalegu Nintendo vélinni. Bara í seinustu viku var ég að spila Mario 2. Ég myndi segja að uppáhaldsleikurinn minn væri Little Computer People á C64 og Zak Mckracken and the Alien Mindbenders á Amiga.

 

Er Íslands heimsókn á planinu í nánustu framtíð?
Ég myndi alveg vilja það, ef einhver vill fá mig til að spila!


Að lokum viljum við minna á heimasíðu ComputeHer, www.computeher.com, þar sem hægt er að nálgast tónlist hennar og nánari upplýsingar.

 




Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑