Íslenskt

Birt þann 18. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

Topp 10 Android Apps fyrir íslenska notendur

eftir Helga Þór Guðmundsson

Árið 2010 var ár Android á Íslandi. Símar sem innihéldu þetta frábæra stýriker frá Google hrúguðust inná markaðinn og sköpuðu fyrstu alvöru ógnina við vinsældir Iphone. Android símar eru vandaðir og á mjög sanngjörnu verði. En hvað gerir það að verkum að snjallsímar skapa jafn vinsæla upplifun og raun ber vitni? Það eru smáforritin sem eru dagsdaglega kölluð enska heitinu Apps. Smáforritin gera notendum kleift að sækja sér fjölbreytt úrval af efni beint í símann sinn.

 

1. Já.is – símaskráin í símann þinn

Þegar einhver hringir í þig leitar appið í símaskrá já.is hver er að hringja í þig, að því gefnu að viðkomandi sé ekki vistaður í símaskránna þína. Þú getur vistað viðkomandi á auðveldan hátt í símaskránna þína að símtali loknu. Appið inniheldur einnig lista yfir misst símtöl og býður þér uppá að vista þau númer í símaskránna á símanum þínum.

 

2. Icelandic Dictionary

Þetta app setur upp íslenska orðabók í símann þinn og auðveldar þér innslætti með því að þekkja orðin á meðan þú slærð þau inn. Ómissandi í dagsdaglegri notkun símans.

 

3. Scandinavian Keyboard

Þetta app leysir mikid vandamal. Bráðnauðsynlegt fyrir alla áhugamenn um íslenskuna því þetta gerir Android notendum kleift að slá inn séríslensku stana þ, ð,æ, ö, á, é, í, ó o.s.frv.

 

4.Advanced Task Killer

Mörg Android smáforrit keyra áfram jafnvel þótt þau séu ekki í notkun. Ef mörg forrit keyra í einu hægir það bæði á vinnslu símans sem og eyðir batterínu á óvenju skjótum tíma. Með Advanced Task Killer má slökkva á öllum forritum sem ekki eru ínotkun með einni skipun. Bráðnauðsynlegt fyrir alla Android notendur.

 

5. Facebook

Með Android símanum fylgir Social Networking app sem tengir notandann við Facebook og Twitter. Þetta Facebook app er mun í burðarmeira fyrir Facebook notendur og bjóða uppá skemmtilegri vöfrun innan samfélagsins.

 

6. Barcode Scanner

Að slá inn langa texta í síma getur tekið langann tíma, sérstaklega ef puttarnir eru stubbslegir eins og hjá undirrituðum. Vísun í lén og forrit er í sífellt meira mæli að birtast með svokölluðum QR kóðum en það eru ný gerð kassalaga strikamerkja. Með Barcode Scanner getur þú einfaldlega beint myndavél símans á svonastrikamerki og hann fer á þá síðu eða sækir það forrit sem kóðinn vísar í.

 

7. GOAL.com Mobile

Ertu að fylgjast með fótboltanum? Goal.com appið ytur þér nýjustu fréttir af leikjunum í beinni lýsingu. Öll mörkin, öll spjöldin, öll tilþrin og tölfræðin. Þú getur líka skoðað fréttir og úrslitsíðustu daga eða vikna sem og stöðuna í keppnunum og deildunum.

 

8. Google Reader

Hvaða fréttasíðum fylgistu vel með? Fyrir fréttafíkilinn er ógjörningur að fylgjast með öllum fréttunum því tíminn sem fer í að vafra milli vefsvæða er geigvænlegur. Með Google Reader getur þú gerst áskrifandi af fréttum þeirra vefsvæða sem þú fylgist með. Sami aðgangur gerir þér kleift að sækja fréttirnar í tölvunni. Forritið nýtir sér svokölluð RSS feed til að sækja nýjustu fréttirnar og birta þér á auðlæsan máta.

 

9. Leggja.is

Hver kannast ekki við að koma í bæinn og finna draumastæðið þegar maður fattar að klinkið vantar. Ekki örvænta því með Leggja.is appinu getur þú borgað í stöðumælinn í gegnum símann þinn. Snilldar þjónusta og frábært framlag.

 

10. Google Translate

Við eyjaskeggjar erum á sífelldum faraldsfæti, jafnvel þótt árið 2008 hafi sett strik í reikninginn. Með Google Translate appinu getur þú þýtt texta á milli 50 mismunandi tungumála. Þetta er mjög hentugt fyrir ferðalanginn sem á erfitt með að gera sig skiljanlegan í fjarlægum löndum.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



One Response to Topp 10 Android Apps fyrir íslenska notendur

Skildu eftir svar

Efst upp ↑