Bíó og TV

Birt þann 16. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Kvikmyndarýni: Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides

Stórkvikmyndin Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides fjallar um Jack Sparrow, leikinn af Johnny Depp, og leitina að æskubrunninum og ævintýrin sem því fylgir. Tvær persónur úr fyrri myndunum, Barbarossa og Gibbs, koma fyrir í þessari mynd og gera það með stakri prýði. Nóg er af nýjum og skemmtilegum persónum og má þar nefna Blackbeard sem er leikinn af Ian Mchane og berst hann við Jack Sparrow sem skemmtilegasta persónan. Svo má ekki gleyma undurfallegum hafmeyjum! Sem betur fer koma Keira Knightley og Orlando Bloom ekki fyrir í þessari mynd og batnar myndin til muna vegna þess.

Leikararnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum og tæknibrellurnar voru alveg til fyrirmyndar, enda var engu til sparað við gerð þessarar myndar. Þrátt fyrir margar nýjar persónur og nýja sögu þá fannst mér eins og ég hafi séð þessa mynd áður, jafnvel þrisvar sinnum áður. Það var vel hægt að hlægja að samtölunum og brandurunum í myndinni en samt sem áður náði hún ekki að heilla mig eins og fyrsta myndin.

Í heildina litið er þetta frekar tilþrifalítil mynd sem skilur lítið eftir sig og lætur allt hanga á persónunni Jack Sparrow. Þetta er ekki slæm mynd, en ekki búast við sömu skemmtun og í fyrstu myndinni þar sem allir brandaranir og samtölin voru ný og fersk. Hún fær 2 1/2 af 5 stjörnum.

– Ívar Örn Jörundsson

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑