Íslenskt

Birt þann 24. júlí, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

RIMC + NETIÐ EXPO + UTMESSAN

RIMC 2011

Föstudaginn 11. mars var Reykjavik Internet Marketing Conference ráðstefnan, eða RIMC, haldin í áttunda sinn. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru ekki af verri endanum; Rick Kelley frá Facebook, Alex Bennert frá Wall Street Journal, Oscar Carreras frá Hotels.com, Peter Nordlov frá YouTube, Cedric Chambaz frá Bing, Simon Heseltine frá AOL og fleiri.  Fyrir utan nokkur tækni- og netvandamál var ráðstefnan á heildina litið vel heppnuð og mörgum gagnleg og náðu stjórnendur hennar að halda vel utan um dagskrána þrátt fyrir óvæntar uppákomur. Til gamans má geta að ekkert netsamband var allan daginn – á ráðstefnu um netið, smá kaldhæðnislegt  Gestir fengu möppu með útprentuðum glærum til að punkta niður hjá sér. Þessi mappa var ómetanleg og fá stjórnendur þumla upp fyrir hana! Á ráðstefnunni var hamrað á mikilvægi samfélagsmiðla og farsíma.Nánari upplýsingar um RIMC er hægt að nálgast á heimasíðu þeirra: www.rimc.is

NETIÐ EXPO 2011

Samhliða RIMC var haldin fagssýning (e. Expo) helgina 11.-13. mars þar sem fyrirtækjum gáfust tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu. Meðal annars sýndi CCP úr EVE Online og DUST 514, Nördinn vakti athygli á tölvuviðgerðum, Clara á Vaktarinn.is og Síminn á farsímum og QR kóðum.

UTMESSAN

Viku síðar, laugardaginn 19. mars, var svokölluð Upplýsingatæknimessa haldin í Háskólanum í Reykjavík. Nokkur fyrirtæki sem voru á Netið Expo 2011 voru einnig á þessari sýningu ásamt öðrum fyrirtækjum. Þarna var hægt að fræðast um og skoða áhugaverðar vörur og efni. Meðal þess voru Locatify SmartGuide sem gefur þér ferða- og fræðsluefni um Ísland í gegnum iPhone eða iPad, Zorblobs sem er væntanlegur tölvuleikur frá Fancy Pants Global og Videntifier Forensic sem gerir meðal annars lögreglunni kleyft að fara yfir og flokka myndbönd hratt og örugglega á upptækum tölvum. Boðið var upp á fjöldan allan af örfyrirlestrum samhliða messunni.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑